Spurningar og svör

Hvað kostar að nota Gogga?

Það kostar ekkert að nota Gogga ! En fyrir aðeins 299 kr á mánuði geta einstaklingar losnað við auglýsingar og sett inn fleiri vaktanir, nánar um áskrift.

Get ég eytt notandanum mínum?

Já, neðst á síðunni Stillingar. Öllum gögnum um þig er þá eytt um leið.

Fá aðrir aðgang að netfanginu mínu?

Nei, við afhendum ekki öðrum netfangið þitt.

Þarf ég að skrifa allar orðmyndir orðs sem ég vill vakta?

Nei, Goggi skilur íslensku og leitar eftir öllum orðmyndum orða sem þú vaktar. Beygingar orða eru í samvinnu við Árnastofnun í íslenskum fræðum.

Hvernig vaktanir eru sniðugar?

Margir notendur vakta sína uppáhalds tónlistarmenn, íþróttamenn og leikara. Ef þú t.d. vaktar orðið Tom Cruise færð þú upplýsingar um nýjar bíómyndir með Tom Cruies, en Goggi fylgist með öllum nýjum kvikmyndum. Þá eru margir sem vilja fá fréttir af því hvað er að gerast í hverfinu þeirra, t.d. orðið Seltjarnarnes. Ef þú vilt ekki missa af fréttum hvað lögreglan er að gera í þínu nánasta umhverfi þá er tilvalið að setja hverfið þitt og orðið lögregla í sömu vöktun ... ekki gleyma komma á milli orðanna ;-) Fleiri dæmi

Get ég valið að fá bara einn tölvupóst á dag?

Já. Þótt orð sem þú vaktar komi fyrir í mörgum fréttum færðu bara einn tölvupóst með þeim fréttum.

Hvað þýða stjörnur ★ í tölvupóstinum?

Goggi reiknar út vægi orðsins sem er vaktað í fréttinni og skilar fréttaskori. Þeim mun fleiri stjörnur, þeim mun meira vægi.