Goggi er íslensk fjölmiðlavakt sem fylgist með íslenskum vefmiðlum og greinir fréttir sem þeir flytja. Goggi sendir þér tölvupóst þegar það birtist frétt sem þú gætir haft áhuga á að lesa.
Um leið og orð sem þú hefur sett í vöktun birtist sendir Goggi þér tölvupóst með fyrirsögn fréttar, stuttum úrdrætti, mynd og tengil í fréttina.
Goggi sendir þér þó aldrei fleiri en 5 tölvpósta á sólarhring fyrir hverja vöktun, en í lok sólahrings er þá
sendur einn tölvupóstur með yfirliti yfir fleiri fréttir. Þú getur auðvitað hvenær sem er eytt vöktuninni.
Hægt er að vakta mörg orð í sömu vöktun og velja hvort orðin verði að koma á eftir hvoru öðru í fréttinni eða hvort það er nóg að þau birtist einhversstaðar í fréttinni.
Goggi skilur íslensku og er því leitað eftir öllum beygingum orða í fréttum. Beygingar orða eru í samvinnu við Árnastofnun í íslenskum fræðum.
Ef þú vilt ekki fá sendan tölvupóst um leið og orð birtist í frétt heldur daglega eða vikulega þá er það í boði.
Þú getur fengið tilkynningar í símann þinn þegar orð birtist í frétt með því að sækja app (rss-lesari).
Það kostar ekkert að nota Gogga !